Vænar bleikjur að veiðast á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2022 10:00 Bjarki Bóasson með virkilega fallega bleikju úr Þingvallavatni Nú er líklega besti tíminn til að veiða í Þingvallavatni og sífellt fleiri fréttir af vænum bleikjum sem veiðast berast til Veiðivísis. Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn! Stangveiði Mest lesið Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 20 laxar úr sama veiðistaðnum á einum morgni Veiði
Það er alveg ógleymanlegt að setja í stóra bleikju við bakka Þingvallavatns enda hagar hún sér allt öðru vísi á færi heldur en minni bleikjan. Fyrir það fyrsta er takan þung og ákveðin, svona yfirleitt, en baráttan, það er bara eithvað annað. Stóra bleikjan tekur yfirleitt upp á því að leita í dýpið og þá hefst tog á milli veiðimanns og bleikju sem getur tekið á þann sem heldur á stönginni. Núna síðustu daga hafa nokkrir veiðimenn verið svo lánssamir að setja í slíkar bleikjur en þær stærstu sem veiðast í vatninu verða auðveldlega 6-7 pund og sumir hafa fullyrt að þeir hafi tekist á við stærri fiska en það. Besta veiðin í vatninu er frá miðjum maí og fram til loka júlí en hápunkturinn er alltaf frá ca miðjum júní og inn í miðjan júlí. Núna er tíminn!
Stangveiði Mest lesið Flott veiði á Arnarvatnsheiði Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Ný síða um fluguhnýtingar Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði 20 laxar úr sama veiðistaðnum á einum morgni Veiði