Viðskipti innlent

IKEA inn­kallar METALLISK espressó­könnu

Atli Ísleifsson skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir. IKEA

IKEA hefur ákveðið að innkalla METALLISK espressókönnu með öryggisventli úr ryðfríu stáli vegna slysahættu af völdum yfirþrýstings.

Í tilkynningu frá IKEA segir að viðskiptavinir sem eigi slíka 0,4 lítra könnu fyrir helluborð, með framleiðsludagsetningar frá 2040 til 2204 (áávv), séu hvattir til að taka hana úr notkun og skila í IKEA þar sem hún verði að fullu endurgreidd.

„Hætta á yfirþrýstingi kom upp eftir breytingar á efni og gerð öryggisventilsins og því eru það aðeins könnur með öryggisventil úr ryðfríu stáli (silfurlitur/grár) sem eru innkallaðar. Innköllunin á aðeins við um þessa tilteknu vöru.

IKEA hvetur alla sem eiga METALLISK espressókönnu með öryggisventil úr ryðfríu stáli til að skila þeim og fá að fullu endurgreitt. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×