Viðskipti innlent

Lands­bankinn lokar af­greiðslunni á Borgar­firði eystri

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Borgarfirði eystri. Myndin er úr safni.
Frá Borgarfirði eystri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn hefur lokað afgreiðslu bankans á Borgarfirði eystri og hefur hún færst til útibúsins á Egilsstöðum.

Sagt er frá þessu á heimasíðu Landsbankans, en útibúinu var lokað fyrr í vikunni.

Þar segir að samhliða aukinni notkun á stafrænni þjónustu hafi eftirspurn eftir gjaldkeraþjónustu minnkað mikið og viðskiptavinir sinni í auknum mæli bankaviðskiptum sínum í appinu og í netbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×