Innlent

Ný göngu- og hjóla­brú við Breið­holts­braut

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Teikning af staðsetningu nýrrar rúar við Breiðholtsbraut af vef Reykjavíkurborgar.
Teikning af staðsetningu nýrrar rúar við Breiðholtsbraut af vef Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg

Vonir standa til að ný göngu- og hjólabrú yfir Dimmu og Breiðholtsbraut verði tekin til notkunar sumarið 2023, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Nýja brúin verður staðsett um 200 metra neðan við núverandi brú og verður lágreist trébrú með aðskildum göngu- og hjólastígum.

Gamla brúin kom illa undan vetri

Á vef Reykjavíkurborgar er greint frá því að í júníbyrjun verði ráðist í bráðabirgðaviðgerðir á núverandi brú yfir ána Dimmu við Breiðholtsbraut, það verði gert með smíði á nýjum timburtröppum og skábraut yfir þær gömlu uns ný brú verður reist. 

Sá hluti Elliðaáa sem rennur vestan Víðivalla heitir Dimma, en áin ber Dimmunafnið allt frá Selásfossi ofan við Vatnsveitubrú að Elliðavatnsstíflu.

Fram kemur í tilkynningu að Dimma hafi komið mjög illa undan vetri, tröppur á henni séu ónýtar og hún sé að auki orðin hættuleg. Brúin þjónaði upphaflega tilgangi sem lagnaleið fyrir heitt og kalt vatn, og var jafnframt göngubrú.

Bráðabirgðaviðgerðir eigi að standist áraunir og notkun þangað til nýja brúin verður tekin í notkun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×