Innlent

Andrea Ýr fékk flest atkvæði í Hvalfjarðarsveit

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Engir listar voru boðnir fram í Hvalfjarðarsveit.
Engir listar voru boðnir fram í Hvalfjarðarsveit. Vísir/Vilhelm

Andrea Ýr Arnarsdóttir fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Hvalfjarðarsveit en þar voru listar ekki boðnir fram heldur var um persónukjör að ræða.

Fram kemur á vef Hvalfjarðarsveitar að 329 hafi greitt atkvæði í kosningunum og kjörsókn hafi verið 61,8%. 

Eftirfarandi munu taka sæti sem aðalmenn í sveitarstjórn:

 • Andrea Ýr Arnarsdóttir - 241 atkvæði
 • Helga Harðardóttir - 148 atkvæði
 • Helgi Pétur Ottesen - 139 atkvæði
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir 116 atkvæði
 • Inga María Sigurðardóttir - 116 atkvæði
 • Ómar Örn Kristófersson - 103 atkvæði
 • Birkir Snær Guðlaugsson - 96 atkvæði

Varamenn eru:

 • Fyrsti varamaður: Ása Hólmarsdóttir
 • Annar varamaður: Dagný Hauksdóttir
 • Þriðji varamaður: Sæmundur Víglundsson
 • Fjórði varamaður: Marie Grave Rasmussen.
 • Fimmti varamaður: Salvör Lilja Brandsdóttir
 • Sjötti varamaður: Ásgeir Pálmason
 • Sjöundi varamaður: Haraldur Benediktsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.