Innlent

Lista­há­skólinn af­þakkar frelsisborgara frá Sjálf­stæðis­flokknum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nemendur Listaháskólans verða að bíða með að fá sér frelsisborgara.
Nemendur Listaháskólans verða að bíða með að fá sér frelsisborgara. Sjálfstæðisflokkurinn

Í dag barst nemendum og starfsfólki Listaháskóla Íslands tölvupóstur þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gefa hamborgara á bílastæði skólans. Nokkrum tímum seinna var skólinn búinn að afþakka boð flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarna daga flakkað um hverfi borgarinnar og gefið hamborgara úr sérmerktum matarvagni. Þetta eru þó engir venjulegir hamborgarar heldur „frelsisborgarar“ eins og stendur á vagninum.

Bíllinn átti að vera staðsettur á bílastæði Listaháskólans í Laugarnesi frá klukkan 12 til 13 í hádeginu á morgun. Skólanum barst hins vegar kvartanir og því var ákveðið að afþakka komu frelsisborgarabílsins.

Allir velkomnir í hús en bannað að trufla

„Við höfum sammælst um að það eru allir stjórnmálaflokkar velkomnir inn í hús hjá okkur, svo lengi sem þeir trufla ekki kennslu,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans í samtali við fréttastofu.

Hún segir að það virðist sem svo að einhverjum hafi þótt það óþarfi að þiggja veitingar í því samhengi, frá einum flokki umfram aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×