26 á land á fyrsta degi í Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2022 08:22 Alls komu 26 fiskar á land við Leirá við opnun Mynd: Stefán Sigurðsson Veiðitímabilið er hafið eftir langa bið í vetur en það er ekki annað að sjá en að byrjunin núna sé góð og það eru að berast fréttir víða að. Opnunin í Leirá var sú sem við fengum fyrst fréttir af en þar komu á land 26 birtingar á fyrsta degi sem er frábær opnun í þessari nettu á. Það er töluvert af birting í ánni og hann er vel dreifður frá miðri á og niður undir þjóðveg. Tungufljót opnaði líka vel en þar voru komnir hátt á fjórða tug fiska á land á fyrsta degi og það er mikið af fiski á sumum veiðistöðum. Jafnvel talað um þéttar torfur. Í Hörgsá eru veiðimenn líka að gera góða veiði og það sama virðist vera uppá tengingnum í flestum ánum fyrir austan við Skaftá og og nágrenni. Við höfum ekki heyrt frá Vatnamótunum ennþá en það er nokkuð klárt mál að ef það var ekki ís á veiðisvæðinu eða ísrek að veiðin hafi vonandi verið góð enda eitt besta sjóbirtingssvæði landsins sem um ræðir. Við bíðum spennt fregna af veiðislóðum og viljum endilega heyra frá veiðimönnum. Allar veiðifréttir og veiðisögur eru velkomnar á karllu@stod2.is Stangveiði Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði
Opnunin í Leirá var sú sem við fengum fyrst fréttir af en þar komu á land 26 birtingar á fyrsta degi sem er frábær opnun í þessari nettu á. Það er töluvert af birting í ánni og hann er vel dreifður frá miðri á og niður undir þjóðveg. Tungufljót opnaði líka vel en þar voru komnir hátt á fjórða tug fiska á land á fyrsta degi og það er mikið af fiski á sumum veiðistöðum. Jafnvel talað um þéttar torfur. Í Hörgsá eru veiðimenn líka að gera góða veiði og það sama virðist vera uppá tengingnum í flestum ánum fyrir austan við Skaftá og og nágrenni. Við höfum ekki heyrt frá Vatnamótunum ennþá en það er nokkuð klárt mál að ef það var ekki ís á veiðisvæðinu eða ísrek að veiðin hafi vonandi verið góð enda eitt besta sjóbirtingssvæði landsins sem um ræðir. Við bíðum spennt fregna af veiðislóðum og viljum endilega heyra frá veiðimönnum. Allar veiðifréttir og veiðisögur eru velkomnar á karllu@stod2.is
Stangveiði Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði