Neytendur

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu

Eiður Þór Árnason skrifar
Kjúklingurinn sem um ræðir er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar.
Kjúklingurinn sem um ræðir er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Getty

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðslulotuna.

Fólk sem hefur keypt kjúklinga með neðangreindu rekjanleikanúmeri er beðið um að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Innköllunin á eingöngu við um kjúkling með þessu tiltekna rekjanleikanúmeri.

Umrædd framleiðslulota er með eftirfarandi merkingar

Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur

Rekjanleikanúmer: 001-22-01-6-16. (Heill fugl og bringur)

Pökkunardagar: 15.02.22 og 16.02.22

Dreifing: Hagkaups verslanir, Krónan, KR, Nettó, og Kjörbúðin, Olís Varmahlíð

Að sögn framleiðanda er kjúklingurinn hættulaus fyrir neytendur ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt. Mikilvægt sé að gæta þess að blóðvökvi berist ekki í aðra matvöru og steikja vel í gegn. Lesa má leiðbeiningar um meðhöndlun á hráum kjúklingi á vef Matvælastofnunar. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×