Viðskipti innlent

Salt­Pay greiðir rúm­lega 44 milljóna króna sekt

Atli Ísleifsson skrifar
Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay festi kaup á meirihluta í Borgun árið 2020.
Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay festi kaup á meirihluta í Borgun árið 2020. Vísir/Vilhelm

Greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay hefur náð samkomulagi um að gangast undir sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME), en sáttin felst í að félagið greiði FME sekt sem nemur alls 44,3 milljónum króna.

Í tilkynningu segir að málið tengist að meginstefnu til kerfum og ferlum sem sporni eigi gegn peningaþvætti og voru til staðar áður en SaltPay keypti Borgun. 

„Sáttin er gerð í kjölfar athugunar FME á fyrrnefndum kerfum og ferlum. FME hefur lagt til ákveðnar úrbætur, sem flestar tengjast atriðum sem eftirlitið hafði einnig vakið athygli á í athugunum sínum á árunum 2017 og 2018, áður en SaltPay kom til skjalanna.

SaltPay skuldbindur sig til að halda áfram að gera endurbætur á kerfum sínum og ferlum, í samvinnu við FME. Sú vinna verður leidd af nýjum íslenskum stjórnendum sem nú eru komnir að stjórn félagsins hér á landi og hafa metnað til að félagið verði leiðandi á þessu sviði til framtíðar,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×