Innlent

Karen Elísa­bet vill leiða Sjálf­stæðis­flokkinn í Kópa­vogi

Eiður Þór Árnason skrifar
Karen Elísabet Halldórsdóttir hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir bæinn.
Karen Elísabet Halldórsdóttir hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Aðsend

Karen Elísabet Halldórsdóttir sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars. Hún hefur starfað þar sem bæjarfulltrúi síðastliðin átta ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu hennar til fjölmiðla en Karen starfar sem skrifstofustjóri samhliða störfum bæjarfulltrúa.

„Mér þykir vænt um bæjarfélagið og fólkið sem hér býr, ég vil sjá blómlegt mannlíf ásamt því að bærinn haldi áfram á þeirri vegferð að bæta þjónustu við bæjarbúa. Ég vil leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til sigurs næsta vor og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast í komandi sveitastjórnarkosningum,“ segir Karen í yfirlýsingunni. Hún hafi á síðustu átta árum aflað sér víðtækrar þekkingar á öllum málaflokkum í rekstri bæjarins.

Karen Elísabet sinnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Kópavog. Hún er varaformaður bæjarráðs, formaður velferðaráðs, lista- og menningarráðs og öldungaráðs. Einnig hefur hún setið í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitafélaga í tæp átta ár og fjögur ár í stjórn Strætó. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×