Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjar aðgerðir sem kynntar voru að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og eiga að bæta veitingastöðum sem gert hefur verið að loka upp tjónið með styrkjum.

Einnig verður rætt við sóttvarnalækni en um fjórtánhundruð manns greindust með veiruna í gær og þar af var uppundir helmingur undir sextán ára aldri.

Einnig er rætt við fyrrverandi umhverfisráðherra sem segir að vonandi verði hægt að læra af úrskurði ESA, eftirlitsstofnunar EES-samningsins, sem segir íslenska ríkið hafa brotið átta greinar í reglum EES þegar lögum um fiskeldi var breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×