Innlent

Slökkviliðið hvetur fólk til að huga að niðurföllum í morgunsárið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hugum að niðurföllum, eru skilaboð slökkviliðsins í dag.
Hugum að niðurföllum, eru skilaboð slökkviliðsins í dag. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt í vatnsveðrinu sem gekk yfir borgina.

Dælubílar fóru í sex útköll vegna vatnsleka hjá fólki og segir slökkviliðið í Facebook-færslu að mikið sé um stífluð niðurföll sem getur valdið því að vatn fer að leka inn um innnganga eða gluggaop. 

Slökkvilið beinir því til fólks að það hugi að niðurföllum hjá sér í morgunsárið til að koma í veg fyrir tjón af völdum vatnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×