Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Ekki er von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni en heilbrigðisráðherra segir viðbúið að snúið verði að halda skólum opnum. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína.

Það verður þéttur Covid-pakki í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 en fréttamenn hafa verið víða á ferðinni í dag. Þar á meðal í Þykkvabæ þar sem nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að sprengja vindmyllu. Við fáum að sjá ferlið í fréttatímanum.

Einnig voru fréttamenn í dómssal í morgun þegar Erla Bolladóttir lagði ríkið og fékk mál sitt endurupptekið. Við fáum að heyra tilfinningarík viðbrögð Erlu við þeirri niðurstöðu. Þá rýnum við í bílaþvottastæði landsins og hittum unga konu sem hefur gert innrás í karllæga fagstétt.

Fjölbreyttur kvöldfréttatími á slaginu kl. 18:30 á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×