Innlent

Kviknaði í út frá kerta­skreytingu í Hvera­gerði

Árni Sæberg skrifar
Brunavarnir Árnessýslu mættu á vettvang.
Brunavarnir Árnessýslu mættu á vettvang. Vísir/vilhelm

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Hveragerði rétt í þessu. Um var að ræða eld frá kertaskreytingu á borði.

Að sögn bakvaktarmanns slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu var eldurinn að öllu bundinn við borðið. Mikinn reyk stafaði frá borðinu og er um þónokkrar reykskemmdir að ræða.

Slökkvilið var kallað út og tókst fyrstu viðbragðsaðilum að slökkva eldinn á innan við tveimur mínútum.

Hann segir að enginn hafi veri inni í húsinu þegar eldurinn kom upp heldur hafi heimilisfólk verið úti. „Það er það sem gerist, fólk gleymir að slökkva,“ segir hann.

Þó hafi verið rólegt að gera hjá Brunavörnum Árnessýslu á aðventunni og yfir hátíðirnar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×