Innlent

Stál­heppinn Þjóð­verji vann tæpa ellefu milljarða

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fyrsti vinningur fór ekki til Íslands í þetta skiptið.
Fyrsti vinningur fór ekki til Íslands í þetta skiptið. Getty/Ulrich Baumgarten

Heppinn Þjóverji vann fyrsta vinning í EuroJackpot í gærkvöldi en vinningurinn hljóðaði upp á rúma 10,7 milljarða íslenskra króna.

Fjórir miðahafar skiptu með sér öðrum vinningi en hver þeirra fékk 104 milljónir i sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Króatíu, Þýskalandi og Noregi.

Þá hlaut Íslandingur rúmar 804 þúsund krónur í EuroJackpot gærkvöldi en hann var einn af þeim 61 sem skiptu með sér fjórða vinningi. Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 5.111.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×