Innherji

Andrea Sigurðardóttir til Marels

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Andrea Sigurðardóttir hefur undanfarið starfað sem blaðamaður Viðskiptablaðsins og vakið athygli sem slíkur.
Andrea Sigurðardóttir hefur undanfarið starfað sem blaðamaður Viðskiptablaðsins og vakið athygli sem slíkur.

Andrea Sigurðardóttir blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu hefur tekið við starfi hjá Marel en þar mun hún sinna verkefnastjórn á samskiptasviði.

Hún færir sig um set á næsta ári. Þetta herma heimildir Innherja.

Andrea hefur undanfarin misseri starfað í blaðamennsku við góðan orðstír. Hún starfaði áður hjá Isavia og þar áður hjá Íslandsbanka.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×