Líflegur markaður með villibráð Karl Lúðvíksson skrifar 22. nóvember 2021 09:34 Þetta er sá árstími þar sem áhugafólk sem fagfólk leikur sér með villibráð í eldhúsinu og það er fátt eins gott og rétt elduð villibráð. Það er af nægu að taka þegar það kemur að úrvali á villibráð á Íslandi og reglulega gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þeir sem sækja sína villibráð sjálfir eru auðvitað með nóg til að prófa en fyrir ykkur sem viljið prófa þetta en vitið ekki alveg hvert á að leita þá eru í það minnsta tvær síður á Facebook þar sem veiðimenn eru að selja villibráð, mismikið unna. Það er hægt að fá heiðagæs og grágæs, heila sem er þá reitt og sviðin eða bara bringur eða læri. Nú gæsina er hægt að fá reykta og grafna en þetta er algjört sælgæti og skemmtilegur forréttur. Nokkrir eiga endur sem er þá að sama skapi hægt að fá reittar og sviðnar eða bara bringur og læri. Önnur villibráð sem hægt er að nálgast er til dæmis svartfugl og hreindýr. Verðið er misjafnt en algengt verð fyrir til dæmis bringur af heiðagæs og grágæs er 2.000 - 3.000 kr fyrir tvær bringur í pakka. Þið sem eigið eftir að taka fyrstu skrefin í að prófa villibráð ættuð að gera það núna því úrvalið er best á þessum árstíma og það er bara eitthvað svo notalegt og gaman við að elda villibráð svona rétt í aðdraganda jólanna. Skotveiði Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Það er af nægu að taka þegar það kemur að úrvali á villibráð á Íslandi og reglulega gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þeir sem sækja sína villibráð sjálfir eru auðvitað með nóg til að prófa en fyrir ykkur sem viljið prófa þetta en vitið ekki alveg hvert á að leita þá eru í það minnsta tvær síður á Facebook þar sem veiðimenn eru að selja villibráð, mismikið unna. Það er hægt að fá heiðagæs og grágæs, heila sem er þá reitt og sviðin eða bara bringur eða læri. Nú gæsina er hægt að fá reykta og grafna en þetta er algjört sælgæti og skemmtilegur forréttur. Nokkrir eiga endur sem er þá að sama skapi hægt að fá reittar og sviðnar eða bara bringur og læri. Önnur villibráð sem hægt er að nálgast er til dæmis svartfugl og hreindýr. Verðið er misjafnt en algengt verð fyrir til dæmis bringur af heiðagæs og grágæs er 2.000 - 3.000 kr fyrir tvær bringur í pakka. Þið sem eigið eftir að taka fyrstu skrefin í að prófa villibráð ættuð að gera það núna því úrvalið er best á þessum árstíma og það er bara eitthvað svo notalegt og gaman við að elda villibráð svona rétt í aðdraganda jólanna.
Skotveiði Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði