Innlent

Rýmdu leikskóla á Ísafirði vegna reyks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyrarskjól á Ísafirði er Hjallastefnuleikskóli.
Eyrarskjól á Ísafirði er Hjallastefnuleikskóli. Ísafjörður.is

Börn og starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði drifu sig í flýti út úr leikskólanum á tíunda tímanum vegna reyks sem lagði frá byggingunni. Var öllum nemendum og starfsfólki beint í Safnahúsið, við hlið Eyrarskjóls.

Slökkvilið og lögregla mættu á vettvang en í færslu lögreglu á Facebook kemur fram að foreldrar þurfi ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum. Allir séu heilir og engin hætta á ferðum. Fulltrúar Rauða krossins mun huga að börnum og starfsfólki í Safnahúsinu.

Slökkviliðið leitar orsaka reyksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×