Neytendur

Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nói hefur innkallað tvær tegundir af konfektöskjum.
Nói hefur innkallað tvær tegundir af konfektöskjum.

Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr.

Vörunúmer fyrri pakkningarinnar er 14454 með best fyrir dagsetninguna 4.8.2022 og en best fyrir dagsetning seinni pakkningarinnar er 29.7.2022.

„Því miður kom í ljós að málmagnir frá skammtara hafi hugsanlega smitast í fyllingar í konfektmolum. Um er að ræða einangrað tilfelli og á innköllunin ekki við um aðra konfektkassa.

Við höfum þegar tilkynnt viðeigandi yfirvöldum um innköllunina og komið upplýsingum á framfæri til söluaðila um að viðkomandi vara verði tekin úr sölu,“ segir í tilkynningu frá Nóa.

Vörunar voru seldar í Krónunni, verslunum Samkaupa (Nettó, Kjörbúðinni Skagaströnd og Iceland) og Húsasmiðjunni Skútuvogi.

„Við hvetjum þá sem keypt hafa viðkomandi konfektkassa til að athuga dagsetningu á umbúðunum og koma kössunum til okkar. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á þessum mistökum og munum að sjálfsögðu bæta þeim það upp sem þegar hafa keypt vöruna.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×