Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda Andrésdóttir segir kvöldfréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir segir kvöldfréttir í kvöld. vísir

Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast að sama neyðarástandið skapist hér og víða í austur Evrópu ef nýjustu sóttvarnaaðgerðirnar skili ekki skjótum árangri.

Hann segir stjórnmálamenn og annað áhrifafólk tala sóttvarnaaðgerðir niður og verða að bera ábyrgð á orðum sínum.

Forsætisráðherra segir rétt að bíða með kynningu á nýjum stjórnarsáttmála sem byrjað væri að skrifa á meðan enn væri fræðilegur möguleiki á því að boðað verði til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi.

Í fréttatímanum rifjum við upp feril Sólveigar Önnu Jónsdóttur í embætti formanns Eflingar og bregðum okkur líka til Rússlands þar sem rómantískir kommúnistar minntust þess í dag að 104 ár eru liðin frá því Bolsevikkar rændu völdum í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×