Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Rætt verður við forstjóra Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá voru loftslagsmál og kórónuveirufaraldurinn í brennidepli á ráðstefnu G20 ríkjanna í dag, þar sem ákveðið var að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu og að lækka alþjóðlegan lágmarsskatt á fyrirtæki. Ráðstefnan er haldin í skugga háværra mótmæla þar sem krafist er tafarlausra aðgerða.

Bandaríkjamenn mótmæla þeim skilyrðum sem Rússar setja fyrir siglingum skipa norður fyrir Rússland og segja þau brot á alþjóðalögum. Þá hafi þeir áhyggjur af áhuga Kínverja á Norðurslóðum vegna almennrar framgöngu þeirra á alþjóðasviðinu. Heimir Már Pétursson ræðir við talsmann norðurslóðamála í bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Einnig verður ítarleg fréttaskýring um rafíþróttir hér á landi en biðlistar eru í nær allar rafíþróttadeildir og sums staðar er sportið jafn vinsælt og fótbolti.

Þá hittum við einn færasta rúningsmann landsins sem rúði um fimmtán þúsund ær síðasta vetur og ætlar að gera enn betur í ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×