Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldsvoða í nótt sem varð konu á sjötugsaldri að bana í Hafnarfirði.

Þá verður rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, en Hringborð norðurslóða, Arctic Circle, hófst í morgun í Hörpu eftir tveggja ára hlé.

Einnig verður fjallað um hina hörmulegu atburði í Kongsberg í Noregi í gær þar sem maður gekk berserksgang og varð fimm að bana og særði tvo til viðbótar.

Að auki heyrum við af íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík sem lýkur í hádeginu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×