Viðskipti innlent

Taka við stimpla­fram­leiðslu Stimpla­gerðarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Óðinn Geirsson, Aðalheiður Maack, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson.
Óðinn Geirsson, Aðalheiður Maack, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson. Aðsend

Prentmet Oddi hefur tekið við framleiðslu á stimplum Stimplagerðarinnar sem verið hefur í rekstri frá árinu 1955.

Í tilkynningu frá Prentmet Odda segir að um sé að ræða elstu stimplagerð landsins sem hafi verið leiðandi í sölu stimpla.

„Hjónin Óðinn Geirsson og Aðalheiður Maack keyptu fyrirtækið árið 1976 af stofnandanum, Bergi Thorberg prentara, og hafa því rekið það í um 45 ár.

Prentmet og nú Prentmet Oddi var stofnað árið 1992 og er rekið af þeim hjónum Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×