Á undanförnum árum hafa rafíþróttir notið vaxandi vinsælda hérlendis, sem og annars staðar í heiminum, og mörg dæmi eru um það að íþróttafélög hér á landi hafi stofnað sértstakar deildir í kringum þær.
Í greinagerð Björns kemur fram að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi geti haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna og að rannsóknir sýni einmitt fram á þessi jákvæðu tengsl.
Þar kemur einnig fram að tæknin eigi sínar myrku hliðar, og að ein birtingamynd þess sé sú að börn og ungmenni, jafnvel fullorðnir, fari ekki út úr húsi, stundi enga skipulagða hreyfingu og eiga nánast í engum mannlegum eða félagslegum samskiptum sem leiðir til einangrunar.
Björn segir að heildarsamtök íþróttafélaga, yfirvöld og íþróttafélögin sjálf geti, með samstilltu átaki, lyft grettistaki til að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs.