Innlent

„Hvers lags eigin­lega froðu­flóð er að flæða hér um allar koppa­grundir?“

Þorgils Jónsson skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lét viðstadda heyra það um stöðu öryrkja á Íslandi. 
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lét viðstadda heyra það um stöðu öryrkja á Íslandi.  Vísir/Vilhelm

Viðbúið var að skiptar skoðanir væru milli leiðtoga stjórnmálaflokkanna um það hvort jöfnuður væri ríkjandi hér á landi, í kappræðunum á Stöð 2 í kvöld.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Ísland stæði mjög vel.

„Við höfum það öll nokkuð gott, misjafnlega vel. Við höfum fengið möguleika á því að bæta kjör allra, og verkefni okkar stjórnmálamanna er alltaf einmitt að bæta hag þeirra sem verst hafa. Þar getum við alveg gert betur og eigum að leggja áherslu á það á næsta kjörtímabili.“

Þarna var Ingu Sæland, nóg boðið.

„Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ sagði Inga.

„Það er eins og þið hafið ekki stigið niður á jörðina og feisað fólkið sem á þetta bágt. Ég hef skömm á svona málflutningi.“

Hér að neðan má sjá ræðu Ingu um stöðu öryrkja.

Klippa: Inga Sæland um stöðu öryrkja

Tengdar fréttir

Leiðtogar rifust um jöfnuð

Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð mörgum heitt í hamsi þegar jöfnuður var til umræðu á Kappræðum fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×