Mikið vatn og stórir laxar Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2021 08:31 98 sm lax úr Bergnös Mynd: Stóra Laxá FB Stóra Laxá hefur ekki farið varhluta af þeim vatnavöxtum sem hrjáir veiðimenn á suður og vesturlandi síðustu daga en þrátt fyrir það er veiðimenn að setja í stóra laxa. Einn af bestu veiðistöðunum í ánni síðustu árin hefur verið Bergsnös en það er oft alveg ótrúlegt hvað sá staður geymir af stórlaxi. Áinn er í ansi miklu vatni og erfið en ekkert er ómögulegt ef menn þekkja ánna vel. Það kom berlega í ljós í gær þegar vanir veiðimenn við Stóru Laxá voru við Bergsön og lönduðu 10 löxum þar á meðal 95 og 98 sm drekum. Stórlax sem veiddist í Bergsnös í gær.Mynd: Stóra Laxá FB Heildarveiðin í Stóru Laxá á svæði 1-2 er komin í 358 laxa í gær og heildartalan í ánni er 530 laxar í gær og gæti með góðu móti náð 600 löxum eða meira því töluvert er af laxi á nokkrum stöðum. Þetta er síðasta sumarið sem Lax-Á er með ánna en nýr leigutaki tekur við henni fyrir næsta tímabil og eins og hefur verið fjallað um á að fara í myndarlega uppbyggingu við Stóru Laxá á næstu árum og klárt mál að vinsældir hennar í kjölfar þess eiga líklega síst eftir að dvína. Stangveiði Hrunamannahreppur Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði
Einn af bestu veiðistöðunum í ánni síðustu árin hefur verið Bergsnös en það er oft alveg ótrúlegt hvað sá staður geymir af stórlaxi. Áinn er í ansi miklu vatni og erfið en ekkert er ómögulegt ef menn þekkja ánna vel. Það kom berlega í ljós í gær þegar vanir veiðimenn við Stóru Laxá voru við Bergsön og lönduðu 10 löxum þar á meðal 95 og 98 sm drekum. Stórlax sem veiddist í Bergsnös í gær.Mynd: Stóra Laxá FB Heildarveiðin í Stóru Laxá á svæði 1-2 er komin í 358 laxa í gær og heildartalan í ánni er 530 laxar í gær og gæti með góðu móti náð 600 löxum eða meira því töluvert er af laxi á nokkrum stöðum. Þetta er síðasta sumarið sem Lax-Á er með ánna en nýr leigutaki tekur við henni fyrir næsta tímabil og eins og hefur verið fjallað um á að fara í myndarlega uppbyggingu við Stóru Laxá á næstu árum og klárt mál að vinsældir hennar í kjölfar þess eiga líklega síst eftir að dvína.
Stangveiði Hrunamannahreppur Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði