Innlent

26 greindust smitaðir innan­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjórtán greindust smitaðir af veirunni í fyrradag. 
Fjórtán greindust smitaðir af veirunni í fyrradag.  Vísir/Vilhelm

Að minnsta kosti 26 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þrettán voru í sóttkví við greiningu og þrettán utan sóttkvíar. 

24 þeirra sem greindust smitaðir í gær greindust við einkennasýnatöku. Tveir greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 

387 eru nú í einangrun og 796 í sóttkví. Sex eru inniliggjandi á sjúkrahúsi smitaðir af Covid-19 líkt og í gær og tveir á gjörgæslu. 

Sjö greindust með kórónuveiruna á landamærunum, fimm með virk smit, einn með mótefni og niðurstöðu úr mótefnamælingu er beðið hjá öðrum. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×