Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess.

Við fjöllum um hugsanlega kæru gegn Sigurði G., hæstaréttarlögmanni vegna umfjöllunar hans um mál Þórhildar Gyðu, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi. Mjög umdeild þykir deiling málsgagna á samfélagsmiðlum og hafa margir lýst skoðun sinni á málinu.

Við förum svo til allra átta, á Austurland þar sem umsvif í byggingageiranum eru mikil, á Suðurland þar sem bæjarstjóri segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir mikilvæg atvinnuskapandi verkefni og verðum í beinni frá Akranesi og komumst að því hvernig hinn vinsæli viðkomustaður Langisandur mun koma til með að líta út í breyttri mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×