Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Vísbendingar eru um aukna skjálftavirkni á svæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Einnig verður fjallað um það að forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi. Heilbrigðisráðherra vill stíga varfærin skref í tilslökunum.

Óvenjumargir hafa látist í fjallendi á Íslandi í sumar, þrír á Austurlandi. Þar hafa drónar nýst vel í alvarlegustu útköllunum.

Í íþróttafréttum verður fjallað um að Ísland mætir Norður Makedóníu á Laugardalsvelli á morgun og það að næst síðasta umferðin er leikin í Pepsí Max deild kvenna í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×