Innlent

Heimilisfaðir gengst við fíkniefnaræktun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þolandinn er sagður hafa hlotið minniháttar áverka.

Fyrr um kvöldið handtók lögregla tvo menn í miðborginni sem grunaðir eru um vörslu og sölu fíkniefna. 

Þá voru afskipti höfð af fólki á heimili þeirra í Kópavogi um kl. 20 og hald lagt á búnað, plöntur og ætluð fíkniefni. Skýrsla var tekin af „heimilisföður“ sem kvaðst eigandi efnanna, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×