Viðskipti innlent

Mat­væla­stofnun varar við neyslu á þremur vörum frá Lýsi

Eiður Þór Árnason skrifar
Fæðubótarefnin sem um ræðir.
Fæðubótarefnin sem um ræðir. Lýsi

Matvælastofnun varar við neyslu þriggja fæðubótarefna frá Lýsi sem innihalda ólöglega varnarefnið etýlen oxíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en Lýsi hefur innkallað allar framleiðslulotur af Sportþrennu, Lýsi Omega3 kalk/D-vítamín og Omega3 Calcium/Vitamin D.

Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og skila henni í verslun þar sem þær voru keyptar gegn fullri endurgreiðslu.

Framleiðsla á töflunum fór fram í Bretlandi og þar greinist ólöglega varnarefnið í kalsíumkarbónati sem notað var í töflurnar.

sögn Matvælastofnunar hefur etýlen oxíð ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.

Innköllunin nær til eftirfarandi vörutegunda:

  • Vörumerki: Lýsi
  • Vöruheiti: Omega3 kalk/D-vítamín
  • Strikamerki: 5690548571657
  • Lotunúmer: Allar lotur
  • Best fyrir: Allar lotur
  • Framleiðandi: Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
  • Dreifing: Innlendar verslanir og lyfjabúðir
  • Vörumerki: Lýsi
  • Vöruheiti: Omega3 Calcium/Vitamin D
  • Strikamerki: 5690548864513
  • Lotunúmer: Allar lotur
  • Best fyrir: Allar lotur
  • Framleiðandi: Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
  • Dreifing: Netsala
  • Vörumerki: Lýsi
  • Vöruheiti: Sportþrenna
  • Strikamerki: 5690548416910
  • Lotunúmer: Allar lotur
  • Best fyrir: Allar lotur
  • Framleiðandi: Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
  • Dreifing: Innlendar verslanir og lyfjabúðir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×