Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út í Þórs­mörk

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Björgunarsveitir settu upp línur til að tryggja öryggi konunnar og var hún aðstoðuð niður.
Björgunarsveitir settu upp línur til að tryggja öryggi konunnar og var hún aðstoðuð niður. Aðsend

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í kvöld vegna göngukonu sem var í sjálfheldu í Þórsmörk.

Konan var stödd á Valahnúk í þó nokkru brattlendi og treysti sér ekki áfram. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og var hún óslösuð.

Settar voru upp björgunarlínur til þess að tryggja öryggi konunnar og gekk vel að koma henni niður.

Þá voru björgunarsveitir á Ísafirði og í Hnífsdal einnig kallaðar út í dag vegna konu sem hafði hrasað þar sem hún stödd í berjamó í hlíðum Kirkjubólsfjalls í Skutulsfirði.

Konan slasaðist á fæti og þurfti að bera hana niður að sjúkrabílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×