27 fiska holl í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2021 10:57 Kristján hjá Fishpartner með vænann sjóbirting úr Tungufljóti nýlega Tungufljót í Skaftafellssýslu er eitt af öflugri sjóbirtingssvæðum landsins og besti tíminn þar er framundan. Haustið er klárlega tími sjóbirtingsins og veiðimenn sem áttu dræmt laxveiðisumar eru þegar farnir að bera klærnar í laus veiðileyfi í bestu sjóbirtingsánum. Það er af nægu að taka hér á landi í góðri sjóbirtingsveiði en suðausturlandið hefur verið höfuðstaður þessara fiska eins og veiðimenn þekkja. Þar má finna til dæmis Vatnamótin, Geirlandsá, Sýrlæk, Jónskvísl, Grenlæk, Tungulæk og Tungufljót. Miðað við þann uppgang sem hefur átt sér stað í flestum af þessum ám er spennandi tími framundan þegar sjóbirtingurinn kemur aftur í árnar. Sem dæmi um þetta var holl nýlega að ljúka veiðum í Tungufljóti með 27 fiska en veiðin þar hefur verið vaxandi síðustu ár og stærð fiskana sömuleiðis. Eftir frekar dræmt laxveiðisumar er vonandi gott sjóbirtingstímabil framundan. Skaftárhreppur Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði
Haustið er klárlega tími sjóbirtingsins og veiðimenn sem áttu dræmt laxveiðisumar eru þegar farnir að bera klærnar í laus veiðileyfi í bestu sjóbirtingsánum. Það er af nægu að taka hér á landi í góðri sjóbirtingsveiði en suðausturlandið hefur verið höfuðstaður þessara fiska eins og veiðimenn þekkja. Þar má finna til dæmis Vatnamótin, Geirlandsá, Sýrlæk, Jónskvísl, Grenlæk, Tungulæk og Tungufljót. Miðað við þann uppgang sem hefur átt sér stað í flestum af þessum ám er spennandi tími framundan þegar sjóbirtingurinn kemur aftur í árnar. Sem dæmi um þetta var holl nýlega að ljúka veiðum í Tungufljóti með 27 fiska en veiðin þar hefur verið vaxandi síðustu ár og stærð fiskana sömuleiðis. Eftir frekar dræmt laxveiðisumar er vonandi gott sjóbirtingstímabil framundan.
Skaftárhreppur Mest lesið Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Flott opnun í Eystri Rangá Veiði