27 fiska holl í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2021 10:57 Kristján hjá Fishpartner með vænann sjóbirting úr Tungufljóti nýlega Tungufljót í Skaftafellssýslu er eitt af öflugri sjóbirtingssvæðum landsins og besti tíminn þar er framundan. Haustið er klárlega tími sjóbirtingsins og veiðimenn sem áttu dræmt laxveiðisumar eru þegar farnir að bera klærnar í laus veiðileyfi í bestu sjóbirtingsánum. Það er af nægu að taka hér á landi í góðri sjóbirtingsveiði en suðausturlandið hefur verið höfuðstaður þessara fiska eins og veiðimenn þekkja. Þar má finna til dæmis Vatnamótin, Geirlandsá, Sýrlæk, Jónskvísl, Grenlæk, Tungulæk og Tungufljót. Miðað við þann uppgang sem hefur átt sér stað í flestum af þessum ám er spennandi tími framundan þegar sjóbirtingurinn kemur aftur í árnar. Sem dæmi um þetta var holl nýlega að ljúka veiðum í Tungufljóti með 27 fiska en veiðin þar hefur verið vaxandi síðustu ár og stærð fiskana sömuleiðis. Eftir frekar dræmt laxveiðisumar er vonandi gott sjóbirtingstímabil framundan. Skaftárhreppur Mest lesið Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði
Haustið er klárlega tími sjóbirtingsins og veiðimenn sem áttu dræmt laxveiðisumar eru þegar farnir að bera klærnar í laus veiðileyfi í bestu sjóbirtingsánum. Það er af nægu að taka hér á landi í góðri sjóbirtingsveiði en suðausturlandið hefur verið höfuðstaður þessara fiska eins og veiðimenn þekkja. Þar má finna til dæmis Vatnamótin, Geirlandsá, Sýrlæk, Jónskvísl, Grenlæk, Tungulæk og Tungufljót. Miðað við þann uppgang sem hefur átt sér stað í flestum af þessum ám er spennandi tími framundan þegar sjóbirtingurinn kemur aftur í árnar. Sem dæmi um þetta var holl nýlega að ljúka veiðum í Tungufljóti með 27 fiska en veiðin þar hefur verið vaxandi síðustu ár og stærð fiskana sömuleiðis. Eftir frekar dræmt laxveiðisumar er vonandi gott sjóbirtingstímabil framundan.
Skaftárhreppur Mest lesið Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði