Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2021 10:59 Flottur birtingur úr Varmá Varmá er eins og veiðimenn þekkja oft mjög góð á vorin og er af þeim sökum oftast mest sótt á þeim tíma. Það vill þess vegna oft gleymast að haustið, þegar birtingurinn kemur aftur í árnar, er yfirleitt ekki síðri tími og eiginlega bara besti tíminn að mati Veiðivísis. Síðustu daga hefur verið mikil rigning og hefur Varmá vaxið mikið, áin er eins og góður kakóbolli á litinn en það stoppaði ekki félagana Benedikt og Atla. Þeir settu í 14 fiska og lönduðu 8, allt fallegir sjóbirtingar sem tóku stórar straumflugur. Í þessum aðstæðum er gott að hugsa um liti sem sjást vel í lituðu vatni, flugan sem virkaði best hjá þeim var eldrauð og græn á litinn. Núna er Varmá að sjatna og er von á veislu, það er mikið af fiski fyrir ofan Reykjafoss og það er að koma nýr fiskur að koma á hverju flóði. Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Bleikjan mætt í Hraunsfjörðin Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Það vill þess vegna oft gleymast að haustið, þegar birtingurinn kemur aftur í árnar, er yfirleitt ekki síðri tími og eiginlega bara besti tíminn að mati Veiðivísis. Síðustu daga hefur verið mikil rigning og hefur Varmá vaxið mikið, áin er eins og góður kakóbolli á litinn en það stoppaði ekki félagana Benedikt og Atla. Þeir settu í 14 fiska og lönduðu 8, allt fallegir sjóbirtingar sem tóku stórar straumflugur. Í þessum aðstæðum er gott að hugsa um liti sem sjást vel í lituðu vatni, flugan sem virkaði best hjá þeim var eldrauð og græn á litinn. Núna er Varmá að sjatna og er von á veislu, það er mikið af fiski fyrir ofan Reykjafoss og það er að koma nýr fiskur að koma á hverju flóði.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Bleikjan mætt í Hraunsfjörðin Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði