Erlent

Á­tján og tólf ára systur létust á Mels­horn­et

Atli Ísleifsson skrifar
Systurnar þrjár voru á ferð saman á fjallinu þegar eldingunni laust niður. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Systurnar þrjár voru á ferð saman á fjallinu þegar eldingunni laust niður. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að þær sem létust eftir að hafa orðið fyrir eldingu á fjallinu Melshornet í Noregi í gær hafi verið systur, tólf og átján ára gamlar.

Systurnar Benedicte, átján ára, og Victoria Myrset, tólf ára, komu frá höfuðborginni Osló, að því er segir í frétt VG.

Systurnar urðu fyrir eldingu síðdegis í gær á fjallinu Melshornet sem er að finna í Hareid í Mæri og Raumsdal á vesturströnd landsins.

Með hinum látnu var einnig þriðja systirin sem slasaðist og var lögð inn á Haukeland háskólasjúkrahúsið. Ekki hefur fengist upp gefið um ástand hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×