Viðskipti innlent

Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna

Árni Sæberg skrifar
Arion banki.
Arion banki. Vísir

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð

Heimildin nær til allt að 63.000.000 hluta fyrir um 8 milljarða króna, sem nemur um 3,8 prósent af útgefnu hlutafé bankans.

Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu veitti aðalfundur Arion banka þann 16. mars 2021 stjórn bankans endurnýjaða heimild til að kaupa allt að 10% af útgefnu hlutafé bankans.

Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar verður tekin í stjórn Arion banka á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×