Flott kvöldveiði við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2021 12:16 Þorsteinn Stefánsson með rígvæna bleikju úr Þingvallavatni. Það er óhætt að segja að sumarið sé mætt af fullum krafti og það hefur heldur betur ræst úr vatnaveiðinni við hlýindin. Eitt af þeim vötnum sem tekur yfirleitt vel við sér á heitum dögum er Þingvallavatn en Úlfljótsvatn er engu að síður ekki mikill eftirbátur. Málið með veiðina á Þingvallavatni á svona björtum heitum dögum er að vera kominn eldsnemma og hætta um tíu leitið eða vera kominn um átta og veiða til miðnættis. Það er ekki mikið að gerast yfir hábjartann daginn. Þeir sem kunna á vatnið vita þetta og þetta er það sem skilur að þá sem fá eina og eina eða þá sem eru kannski í því að landa tíu til tuttugu bleikjum á einu kvöldi eða einum morgni. Lykilatriði er síðan að vera með langann grannann taum, um það bil eina og hálfa stangarlengd, draga löturhægt inn og vera tilbúinn að missa nokkrar flugur í botninn og síðast en ekki síst að nota tökuvara. Stangveiði Þingvellir Mest lesið Tveir 103 sm úr sama hylnum sama dag á Nesi Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði
Eitt af þeim vötnum sem tekur yfirleitt vel við sér á heitum dögum er Þingvallavatn en Úlfljótsvatn er engu að síður ekki mikill eftirbátur. Málið með veiðina á Þingvallavatni á svona björtum heitum dögum er að vera kominn eldsnemma og hætta um tíu leitið eða vera kominn um átta og veiða til miðnættis. Það er ekki mikið að gerast yfir hábjartann daginn. Þeir sem kunna á vatnið vita þetta og þetta er það sem skilur að þá sem fá eina og eina eða þá sem eru kannski í því að landa tíu til tuttugu bleikjum á einu kvöldi eða einum morgni. Lykilatriði er síðan að vera með langann grannann taum, um það bil eina og hálfa stangarlengd, draga löturhægt inn og vera tilbúinn að missa nokkrar flugur í botninn og síðast en ekki síst að nota tökuvara.
Stangveiði Þingvellir Mest lesið Tveir 103 sm úr sama hylnum sama dag á Nesi Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Viðrar illa til rjúpnaveiða á föstudag Veiði