Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2021 08:34 Flottar sjóbleikjur úr Hraunsfirði Mynd: Tommi Skúla Eitt skemmtilegasta sjóbleikjuvatn á vesturlandi virðist hafa vaknað til lífsins eftir heldur magra veiðidaga í sumar. Vatnið getur verið einstaklega gjöfult og í því er sjóbleikja sem oftar en ekki er stærri en hefðbundin vatnableikja í meðalstærðum. Það er ekki óalgengt að landa 4-5 punda bleikjum í vatninu en heilt yfir eru stærðir 2-3 pund það sem oftast lendir í háfnum. Tómas Skúlason var við veiðar í vatninu nýlega og eins og myndin ber með sér gekk veiðin vel og bleikjurnar sem liggja á bakkanum eins fallegar og þeir verða. Alls setti hann og veiðifélagi hans í 14 fiska og lönduðu 7. Þeir sem eru forvitnir um hvað bleikjan er að taka ættu að skreppa í kaffi til Tomma í Veiðiportinu, hann á klárlega það sem hún tók í flugubakkanum í búðinni. Stangveiði Mest lesið Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Nokkur aukning í brotum á veiðireglum í vinsælum ám Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði
Vatnið getur verið einstaklega gjöfult og í því er sjóbleikja sem oftar en ekki er stærri en hefðbundin vatnableikja í meðalstærðum. Það er ekki óalgengt að landa 4-5 punda bleikjum í vatninu en heilt yfir eru stærðir 2-3 pund það sem oftast lendir í háfnum. Tómas Skúlason var við veiðar í vatninu nýlega og eins og myndin ber með sér gekk veiðin vel og bleikjurnar sem liggja á bakkanum eins fallegar og þeir verða. Alls setti hann og veiðifélagi hans í 14 fiska og lönduðu 7. Þeir sem eru forvitnir um hvað bleikjan er að taka ættu að skreppa í kaffi til Tomma í Veiðiportinu, hann á klárlega það sem hún tók í flugubakkanum í búðinni.
Stangveiði Mest lesið Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Nokkur aukning í brotum á veiðireglum í vinsælum ám Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Fréttaskýring: Blikur á lofti í útboðsmálum Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði