Veiðihúsin fá yfirhalningu fyrir sumarið Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2021 13:18 Veiðihúsið við Flekkudalsá klárt fyrir veiðimenn í sumar Leigurtakar laxveiðiánna hafa verið sveittir síðustu daga að gera veiðihúsin klár fyrir komandi tímabil. Gott og snytrilegt veiðihús er oft ein af stórum ástæðum þess að veiðimenn sækja sömu árnar aftur og aftur en auðvitað er veiðin megin aðdráttaraflið. Leigutakar ánna hafa víða verið önnum kafnir við að gera húsin klár fyrir sumarið og má þar til dæmis nefna veiðihúsin veið Laxá í Kjós, Grímsá, Sandá í Þistilfirði og Flekkudalsá bara svo nokkrar séu nefndar. Flekkudalsá er í flottu vatni þessa dagana en hún opnar 1. júlí Það þarf að dytta að ýmsu í húsunum en hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fara árnefndir í það starf að gera veiðihúsin klár fyrir sumarið og er það starf langt komið í flestum húsum ef því er ekki lokið nú þegar. Árnefnd var um helgina að gera klárt í Flekkudalsá sem er ný á hjá SVFR en þar var málað og þrifið hátt og lágt áður en veiðimenn mæta til veiða þegar áinn opnar þann 1. júlí næstkomandi. Stangveiði Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði
Gott og snytrilegt veiðihús er oft ein af stórum ástæðum þess að veiðimenn sækja sömu árnar aftur og aftur en auðvitað er veiðin megin aðdráttaraflið. Leigutakar ánna hafa víða verið önnum kafnir við að gera húsin klár fyrir sumarið og má þar til dæmis nefna veiðihúsin veið Laxá í Kjós, Grímsá, Sandá í Þistilfirði og Flekkudalsá bara svo nokkrar séu nefndar. Flekkudalsá er í flottu vatni þessa dagana en hún opnar 1. júlí Það þarf að dytta að ýmsu í húsunum en hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fara árnefndir í það starf að gera veiðihúsin klár fyrir sumarið og er það starf langt komið í flestum húsum ef því er ekki lokið nú þegar. Árnefnd var um helgina að gera klárt í Flekkudalsá sem er ný á hjá SVFR en þar var málað og þrifið hátt og lágt áður en veiðimenn mæta til veiða þegar áinn opnar þann 1. júlí næstkomandi.
Stangveiði Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði