Erlent

Dóms að vænta í máli „Bosníu-slátrarans“

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mladic, kallaður „Bosníu-slátrarinn“, áður en dómur var kveðinn upp árið 2017.
Mladic, kallaður „Bosníu-slátrarinn“, áður en dómur var kveðinn upp árið 2017. epa/Peter DeJong

Dómstóll hjá Sameinuðu Þjóðunum mun í dag fella úrskurð sinn um áfrýjun bosníuserbneska herforingjans Ratko Mladic.

Mladic var árið 2017 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu, sérstaklega í ódæðinu í Srebrenica árið 1995, þegar um átta þúsund Bosníu-múslimar voru myrtir. 

Fórnarlömbin voru karlmenn og ungir drengir í bænum. 

Mladic ákvað að áfrýja dómnum en saksóknarar hafa lagst hart gegn því og fóru fram á það þegar áfrýjunin var tekin fyrir að fremur ætti að dæma Mladic fyrir fleiri glæpi, þar á meðal þjóðarmorð.

Mladic hefur hinsvegar fordæmt dómstólinn, sem hann segir algerlega undir stjórn vestrænna ríkja en lögfræðingar hans hafa haldið því fram að hann hafi verið langt í burtu frá Srebrenica þegar ódæðið var framið. 

Fjöldamorðin í Srebrenica, sem framin voru á svæði sem átti að vera undir vernd Sameinuðu Þjóðanna, er eitt versta ódæði sem framið hefur verið í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×