Erlent

Hunda­eig­andinn í Noregi á­kærður vegna dauða barnsins

Atli Ísleifsson skrifar
Brumunddal er að finna um 130 kílómetra norður af Osló.
Brumunddal er að finna um 130 kílómetra norður af Osló. Wikipedia Commons/

Lögregla í Noregi hefur ákært eiganda hundanna tveggja sem urðu átján mánaða barni að bana í Brumunddal, um 130 kílómetra norður af Osló, á laugardaginn. Barnið var í heimsókn hjá ættingjum þegar atvikið átti sér stað.

NRK segir frá þessu, en tveir hundar réðust þar á barnið sem lést af sárum sínum. 

Lögregla segir hundana hafa verið af tegundunum Rottweiler og Golden Retriever, en þeir voru aflífaðir samdægurs að ósk eigandans.

Lögregla hefur nú ákært hundaeigandann vegna brota á norskum lögum um hundahald. Verjandi konunnar segir hana í sárum vegna málsins og segir hana vera samvinnufúsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×