Innlent

Skammbyssa reyndist Stjörnustríðs geislabyssa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stjörnustríðsbyssa. Ekki liggur þó fyrir hvort að leikfangabyssan í Hafnarfirði hafi verið nákvæmlega af þessari gerð. 
Stjörnustríðsbyssa. Ekki liggur þó fyrir hvort að leikfangabyssan í Hafnarfirði hafi verið nákvæmlega af þessari gerð. 

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um einstakling með skammbyssu í Hafnarfirði. Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af Star Wars geislabyssu.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu virðist nóttin hafa verið róleg. 

Þó var tilkynnt um mjög ölvaðan mann sem var til vandræða í miðbænum. Er hann sagður hafa verið ógnandi við vegfarendur og meinaði fólki að fara inn á veitingastaði. Viðræður við manninn báru ekki árangur sökum ástands hans og var hann vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×