Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2021 08:49 Laxá í Kjós komin með ríflega gott vatn Veiðimenn hafa verið frekar mikið á taugum í maí vegna þess hve þurrt var orðið og lítið vatn í ánum en það horfir sem betur fer til betri vegar. Það er búið að rigna ansi hressilega á vestur og suðurlandi síðustu daga og það hefur gert það að verkum að árnar sem voru margar hverjar orðnar ansi vatnslitlar eru komnar í blússandi vorvatn. Þetta leit bara ekki vel út á tímabili og það var engin að nenna öðru vatnsleysi eins og var 2019 meira og minna allt tímabilið frá miðjum júní fram til loka ágúst. Núna spáir áfram blautum dögum næstu daga og jafnvel vikur svo ástandið í laxveiðiánum gæti orðið aldeilis frábært strax frá byrjun. Veiðimenn eru þess vegna vonum kátir með að fá góðar rigningar reglulega í sumar þó svo að sólarþyrstir Íslendingar séu þeim óskum kannski ekki sammála. Nú opna fyrstu árnar í vikunni og við bíðum spennt eftir fyrstu fréttum. Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Námskeið í veiðileiðsögn fyrir stangveiði Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Yfir 100 sjóbirtingar komnir úr Vatnamótunum Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði
Það er búið að rigna ansi hressilega á vestur og suðurlandi síðustu daga og það hefur gert það að verkum að árnar sem voru margar hverjar orðnar ansi vatnslitlar eru komnar í blússandi vorvatn. Þetta leit bara ekki vel út á tímabili og það var engin að nenna öðru vatnsleysi eins og var 2019 meira og minna allt tímabilið frá miðjum júní fram til loka ágúst. Núna spáir áfram blautum dögum næstu daga og jafnvel vikur svo ástandið í laxveiðiánum gæti orðið aldeilis frábært strax frá byrjun. Veiðimenn eru þess vegna vonum kátir með að fá góðar rigningar reglulega í sumar þó svo að sólarþyrstir Íslendingar séu þeim óskum kannski ekki sammála. Nú opna fyrstu árnar í vikunni og við bíðum spennt eftir fyrstu fréttum.
Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Námskeið í veiðileiðsögn fyrir stangveiði Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Yfir 100 sjóbirtingar komnir úr Vatnamótunum Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði