Viðskipti innlent

Úr­skurðar að borginni beri að bjóða út inn­­kaup á raf­­orku

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjavíkurborg keypti rafmagn fyrir um 300 milljónir á síðasta ári.
Reykjavíkurborg keypti rafmagn fyrir um 300 milljónir á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg skuli bjóða út innkaup sín á raforku.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en úrskurðurinn kemur í kjölfar kæru Íslenskrar orkumiðlunar ehf. til nefndarinnar frá í ársbyrjun 2020 þar sem þess var krafist að samningar borgarinnar og Orku náttúrunnar yrði gerður óvirkur og innkaupin boðin út.

Í fréttinni kemur fram að Reykjavíkurborg hafi alla tíð keypt rafmagn frá dótturfélögum sínum, en frá árinu 2018 hefur það verið gert án nokkurra afsláttarkjara. 

Er haft eftir Magnúsi Júlíussyni, framkvæmdastjóra Íslenskrar orkumiðlunar, að stórkaupandi eins og Reykjavíkurborg eigi sannarlega að njóta betri kjara en þeirra sem verðskrá Orku náttúrunnar segir til um.

SSegir hann að borginni sé skylt að fara vel með fé skattgreiðenda og einungis útboð geti sagt til um hvað hún eigi að greiða fyrir rafmagn. Reykjavíkurborg keypti rafmagn fyrir um 300 milljónir á síðasta ári.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að borgin hafi í svörum sínum meðal annars tiltekið að með útboði væri verið að stefna afhendingaröryggi til lykilstofnana á borð við leikskóla og dvalarheimili í hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×