Tungsten púpur er málið í köldu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2021 13:58 Núna á köldu vori eru vötnin og árnar mun kaldari en veiðimenn eiga að venjast en það útilokar samt ekkert góða veiði ef rétt er staðið að hlutunum. Það sem þarf að gera við þessar aðstæður er fyrst og fremst að veiða djúpt, nema ef það er flugnaklak og fiskurinn að taka á yfirborðinu en gefum okkur það að þú sért við aðstæður sem hafa verið ríkjandi í maí. Kalt vatn og lágur lofthiti. Við þær aðstæður er lítið sem ekkert klak á flugu og silungurinn þess vegna að éta við botninn og hreyfir sig mjög lítið eftir æti til að spara orku. Þá þarf að koma púpunum niður og til þess eru nokkrar aðferðir vænlegastar. Byrjum á því að hafa góða lengd á taum, aldrei minna en stangarlengd en það fer þó eftir dýpinu sem þú ert að stefna að veiða á. Notaðu síðan þyngdar púpur og þú færð ekki betra en Tungsten púpur til að koma þeim nógu hratt niður þar sem fiskurinn liggur. Veiddu andstreymis í ánum en bíddu í góða stund ef ú stendur við vatn eftir kastið til að leyfa púpunni að komast nógu langt niður. Í vatnaveiði skaltu draga löturhægt inn en í ánni bara halda við línuna og leyfa straumnum að bera púpuna eftir botninum. Svo má bara alveg fara að hlýna.... Stangveiði Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði
Það sem þarf að gera við þessar aðstæður er fyrst og fremst að veiða djúpt, nema ef það er flugnaklak og fiskurinn að taka á yfirborðinu en gefum okkur það að þú sért við aðstæður sem hafa verið ríkjandi í maí. Kalt vatn og lágur lofthiti. Við þær aðstæður er lítið sem ekkert klak á flugu og silungurinn þess vegna að éta við botninn og hreyfir sig mjög lítið eftir æti til að spara orku. Þá þarf að koma púpunum niður og til þess eru nokkrar aðferðir vænlegastar. Byrjum á því að hafa góða lengd á taum, aldrei minna en stangarlengd en það fer þó eftir dýpinu sem þú ert að stefna að veiða á. Notaðu síðan þyngdar púpur og þú færð ekki betra en Tungsten púpur til að koma þeim nógu hratt niður þar sem fiskurinn liggur. Veiddu andstreymis í ánum en bíddu í góða stund ef ú stendur við vatn eftir kastið til að leyfa púpunni að komast nógu langt niður. Í vatnaveiði skaltu draga löturhægt inn en í ánni bara halda við línuna og leyfa straumnum að bera púpuna eftir botninum. Svo má bara alveg fara að hlýna....
Stangveiði Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði