Gæti orðið frábær veiði í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2021 15:13 Þjórsá er mjög veiðileg þessa dagana og það styttist í opnun. Stefán Sigurðsson Þjórsá og veiðisvæðið við Urriðafoss er líklega það veiðisvæði sem hefur komið einna mest á óvart síðustu sumur enda veiðin verið afbragð. Þarna er líklega hæsta veiði á stöng á landinu og veiðin oft verið svo góð að veiðimenn eru að ná kvóta á stuttum tíma. Það sem helst hefur gert suma daga erfiða, þá sérstaklega í byrjun þegar það eru miklar leysingjar, er liturinn á ánni sem oft verður sementsgrá á litinn. Staðan er þannig núna að snjóalög eru með minnsta móti og áinn þess vegna bæði frekar vatnslítil (miðað við venjulega Þjórsá) og eins hrein og hún verður. Það gerir það að verkum að skyggni í henni er mun betra en venjulega og það þýðir bara eitt. Laxinn sér agnið betur og þar af leiðandi verður veiðin betri. Eins verður frábært að geta kastað litríkum túpum í ánna og glímt þannig við laxinn í stað þess að nota maðk sem engu að síður er fyllilega leyfilegt agn á svæðinu. Miðað við þær fréttir af snjóalögum, úrkomuleysi og almennt þeirri getspá að framundan sé þurrkasumar og vatnsleysi í laxveiðiánum er Þjórsá líklega það sem veiðimenn ættu að veðja á til að fá bæði nóg vatn og góða veiði. Síðustu sumur hafa verið frábær við Urriðafoss og það er ekki annað að ætla ef göngurnar skila sér að það verði nokkuð annað upp á teningnum þetta sumarið. Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði
Þarna er líklega hæsta veiði á stöng á landinu og veiðin oft verið svo góð að veiðimenn eru að ná kvóta á stuttum tíma. Það sem helst hefur gert suma daga erfiða, þá sérstaklega í byrjun þegar það eru miklar leysingjar, er liturinn á ánni sem oft verður sementsgrá á litinn. Staðan er þannig núna að snjóalög eru með minnsta móti og áinn þess vegna bæði frekar vatnslítil (miðað við venjulega Þjórsá) og eins hrein og hún verður. Það gerir það að verkum að skyggni í henni er mun betra en venjulega og það þýðir bara eitt. Laxinn sér agnið betur og þar af leiðandi verður veiðin betri. Eins verður frábært að geta kastað litríkum túpum í ánna og glímt þannig við laxinn í stað þess að nota maðk sem engu að síður er fyllilega leyfilegt agn á svæðinu. Miðað við þær fréttir af snjóalögum, úrkomuleysi og almennt þeirri getspá að framundan sé þurrkasumar og vatnsleysi í laxveiðiánum er Þjórsá líklega það sem veiðimenn ættu að veðja á til að fá bæði nóg vatn og góða veiði. Síðustu sumur hafa verið frábær við Urriðafoss og það er ekki annað að ætla ef göngurnar skila sér að það verði nokkuð annað upp á teningnum þetta sumarið.
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði