Innlent

Vagn­stjórinn verður á sjúkra­húsi næstu daga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Annar strætisvagninn er mjög illa farinn og ekki verður hægt að bjarga honum.
Annar strætisvagninn er mjög illa farinn og ekki verður hægt að bjarga honum. Vísir/Eiríkur Stefán

Vagnstjóri strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekku í gær, liggur enn inni á spítala eftir óhappið. Að sögn upplýsingafulltrúa Strætó slapp maðurinn, sem er á sextugsaldri, mjög vel í árekstrinum.

Maðurinn var fluttur á Landspítala í gær en strætóinn sem hann ók var illa skemmdur og þurfti að klippa vagnstjórann úr honum. Ekkert bein brotnaði í manninum við áreksturinn en hann er enn í eftirliti á sjúkrahúsi og verður þar næstu daga.

Tveir strætisvagnar skullu saman í Ártúnsbrekkunni í gær og voru báðir vagnstjórar fluttir á sjúkrahús. Engir farþegar voru um borð í bílunum en þeir voru á leið á Hlemm þar sem þeir áttu að hefja ferð sína.

Bílstjóri hins bílsins, sem er kona á sextugsaldri, slapp án meiðsla en verður frá vinnu næstu daga. Hún var flutt á sjúkrahús til læknisskoðunar en engir áverkar fundust, að minnsta kosti fyrst um sinn.


Tengdar fréttir

Vagn­stjórinn ekki talinn í lífs­hættu

Ökumaður strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekkunni í morgun, er ekki talinn í lífshættu. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, gengst nú undir rannsóknir á Landspítala en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó gat hann staðið í fæturna á vettvangi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×