Erlent

Fundu brak úr kaf­bátnum og per­sónu­lega muni á­hafnarinnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Á myndinni má að sögn sjóhersins sjá brak úr kafbátnum og hluta af eigum áhafnarinnar. 
Á myndinni má að sögn sjóhersins sjá brak úr kafbátnum og hluta af eigum áhafnarinnar.  EPA-EFE/MADE NAGI

Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins.

Brak úr kafbátnum hefur fundist nærri þeim stað þar sem síðast var vitað um bátinn. Þá hafa einnig fundist innanstokksmunir og einhverjar eigur áhafnarinnar, á borð við bænamottur, að því er segir í frétt BBC. Þá tókst með hjálp tækninnar að finna flak kafbátsins á um 850 metra dýpi, sem er langtum dýpra en báturinn þolir.

Aðeins voru súrefnisbirgðir í bátnum sem hefðu dugað í þrjá daga. Kafbáturinn, KRI Nanggala 402, var þýsk smíði og var um fjörutíu ára gamall. Endurbætur voru gerðar á bátnum árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×