Veiði

Flottir Sjóbirtingar í Ytri Rangá

Karl Lúðvíksson skrifar
Flottur niðurgöngulax og staðbundinn urriði úr Ytri Rangá hjá Árna Kristni og Jóni Stefán Hannessyni
Flottur niðurgöngulax og staðbundinn urriði úr Ytri Rangá hjá Árna Kristni og Jóni Stefán Hannessyni

Ytri Rangá er minna þekkt sem sjóbirtingsá enda er um eina af bestu laxveiðiám landsins að ræða en þar er engu að síður mikið af sjóbirting.

Auk þess að geyma sterkan stofn af sjóbirting er töluvert af stórum staðbundnum urriða á efri svæðunum í ánni. Sjóbirtingurinn veiðist mest á neðri svæðunum neðan við Ægissíðufoss og þar getur oft á tíðum legið mikið af birting. Árni Kristinn Skúlason var þar við veiðar og það verður að segjast að þeir félagar hafi heldur betur veitt vel. Við fegnum eftirfarandi frásögn frá Árna.

"Við ætluðum upp á hálendi í bleikjuævintýri en það breyttist um morguninn, þá var stenfan sett á Skaftá. Þegar við vorum komnir á Selfoss runnu á okkur tvær grímur því aksturinn austur á er í lengri kanntinum, klukkan var að verða 11 þannig tíminn var ekki með okkur í liði.

Eftir smá vangaveltur á bílastæðinu fyrir utan Fóðurblönduna var ákveðið að heyra í Jóhannesi og athuga með laus leyfi í Ytri, það voru allar stangir lausar og við fórum fulla ferð í Ytri.

Við ákváðum að byrja í Djúpósi, það blæs hressilega skáhalt niður ánna – ekki bestu aðstæður. Við röðuðum okkur niður og byrjuðum að veiða, allir með straumflugur og sökkenda. Ég gafst fljótt upp á því og ákvað að setja saman púpustöngina, ég keypti hana daginn áður og eitthvað sagði mér að hún myndi fá eldskírn þarna í Ytri. Stöngin er Guideline Elevation 9 feta fyrir línu 5, ekki beint það sem maður er vanur að nota í Djúpós. Fljótlega set ég í mjög vænan fisk á squirmy, hjartað var á milljón því ég var með átta punda taum – game on. Þetta var gullfallegur birtingur, hann var myndaður í bak og fyrir og síðan sleppt.Eftir þetta þá var veislan byrjuð, við fórum allir að setja í fisk og einusinni vorum við með tvo á í einu, við lönduðum báðum og voru þeir 12 punda staðbundinn urriði og 87cm niðurgöngulax. Svakalegt.

Við enduðum í átta fiskum, 67 sjóbirgingar, 1 urriði og einn lax. Einn fiskur var undir 60cm, það er engin smá meðalstærð. Mesta lífið var í Djúpós þar sem við lönduðum sjö fiskum en Auke fékk einn á Hólmabreiðu.

Gaman var að sjá hversu vel það virkar að veiða og sleppa, margir af fiskunum höfðu verið veiddir áður og þar á meðal laxinn. Allir voru gífurlega sterkir og liggur við reykspóluðu út í þegar við slepptum þeim. Algjör snilld."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.