Innlent

Hádegisfréttir í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
vísir

Sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minnisblaði þar að lútandi til ráðherra.

Í dag fara tugir barna á leikskólanum Jörfa í seinni sýnatöku vegna hópsýkingar sem þar hefur geisað. Af þeim sjötíu sem greinst hafa í umræddri hópsýkingu er um helmingur börn.

Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70% grunaðra eru karlmenn.

Við ræðum líka við Ólaf Ragnar Grímsson um tækifæri Íslendinga í að binda kolefni í bergi og segjum frá helstu fregnum af erlendum vettvangi. Álag á indverska heilbrigðiskerfið er langt yfir þolmörkum vegna annarrar bylgju faraldursins. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×